DINE AID - 100 veitingastaðir taka þátt
Um næstu helgi, 28.-30. janúar, taka 100 íslenskir veitingastaðir þátt í verkefni sem nefnist DINE AID. Um er að ræða söfnun sem Heimssamtök matreiðslumanna standa fyrir til stuðnings fólki á hamfarasvæðum Asíu.
Markmið verkefnisins er að vinna að endurmenntun fólks í veitingagreinum á meðan enga atvinnu er að hafa. Þeir veitingastaðir sem taka þátt gefa hlutdeild af hverjum greiddum reikningi 28.-30. janúar til stuðnings söfnuninni. Með því að fara út að borða um helgina á einhvern þessara veitingastaða rétta Íslendingar fólki á hamfarasvæðunum hjálparhönd. Það eru Klúbbur matreiðslumeistara, Samtök ferðaþjónustunnar og sem MATVÍS standa fyrir söfnuninni hér á landi. Lista yfir þá veitingastaði sem tilkynnt hafa þátttöku má finna á vef SAF.