Nauðsyn sjálfbærni og nýsköpunar í ferðaþjónustu - Glærur og upptaka
24.11.2022
Ferðamálastofa bauð upp á fyrirlestra um netið í fyrirlestraröð sinni um áhugaverð viðfangsefni í ferðaþjónustu í morgun, fimmtudaginn 24. nóvember 2022.
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaklasans, deildi með áheyrendum af hverju hún telur bæði nauðsynlegt og aðkallandi að fyrirtæki í ferðaþjónustu stundi sjálfbæra starfsemi – og ekki aðeins í umhverfismálum. Ásta ræddi m.a. mikilvægi nýsköpunar í ferðaþjónustunni til að ná þessu markmiði hratt og vel.
Áslaug Briem, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu, fór yfir verkefni á vegum Ferðamálastofu sem tengjast sjálfbærni með beinum og óbeinum hætti og kynnti verkfæri sem leiðbeinir og vísar ferðaþjónustufyrirtækjum leiðina í átt til sjálfbærni.