Fara í efni

ETA - Rafræn ferðaheimild til Bretlands

ETA - Rafræn ferðaheimild til Bretlands

Vert er að vekja athygli á að frá og með 2. apríl 2025 þurfa allir á leið til Bretlands að hafa sótt um rafrænt ferðaleyfi (ETA, Electronic Travel Authorisation) áður en þeir ferðast. Þetta er  fyrirkomulag líkt því sem þekkist í Bandaríkjunum. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að sækja þarf um ETA óháð því hvort lokaáfangastaður sé Bretland eða aðeins sé um millilendingu á breskum flugvelli að ræða.

 

Ferðaskrifstofur og aðrir sem skipuleggja ferðir til Bretlands þurfa að huga að þessum málum í tíma en opnað verður fyrir umsóknir 5. mars 2025. ETA kostar GBP 10 og gildir í tvö ár frá útgáfudegi eða þar til vegabréf viðkomandi rennur út ef það er innan þessara tveggja ára. Hægt er að sækja um mér smáforriti fyrir síma eða á vefsíðu breskra stjórnvalda, Gov.uk

 

Athugið að ef dvelja á lengur en í 6 mánuði í Bretlandi, þarf að sækja um viðeigandi dvalarleyfi, og er ekki nóg að hafa ETA. Einstaklingar sem hafa nú þegar dvalarleyfi í Bretlandi þurfa ekki ETA til þess að ferðast til landsins.

Mynd: Sabrina Mazzeo á Unsplash