Farþegar um Keflavíkurflugvöll í maí
05.06.2009
Flugstöð
Rúmlega 132 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í maímánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru um 23,5% færri farþegar en í maí 2008.
Frá áramótum hafa tæplega 511 þúsund farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir rúmlega 689 þúsund á sama tímabili í fyrra. Búast má við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir maí en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.
Maí.09. | YTD | Maí.08. | YTD | Mán. % breyting | YTD % Breyting | |
Héðan: | 55.653 | 223.448 |
77.048 |
307.837 |
-27,77% |
-27,41% |
Hingað: | 58.950 | 221.800 |
74.497 |
307.552 |
-20,87% |
-27,88% |
Áfram: | 3.882 | 23.507 |
4.676 |
13.870 |
-16,98% |
69,48% |
Skipti: | 14.075 | 42.022 |
16.970 |
59.975 |
-17,06% |
-29,93% |
132.560 | 510.777 | 173.191 | 689.234 |
-23,46% |
-25,89% |