Ferðaárið 2011 fer vel af stað
Tæplega 23 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum febrúarmánuði og er um að ræða 2.500 fleiri brottfarir en í febrúarmánuði 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 12,6% í febrúarmánuði á milli ára.
Bretar langfjölmennastir
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í febrúar frá Bretlandi eða 30,8% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 12,7% af heildafjölda, síðan komu Norðmenn (7,9%), Danir (6,4%), Þjóðverjar (5,7%), Frakkar (5,5%) og Svíar (5,2%).
Fjölgun frá öllum markaðssvæðum
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun frá Bretlandi milli ára, N-Ameríku og þeim löndum Mið- og S- Evrópu sem talið er frá. Þannig fóru tæplega þúsund fleiri Bretar frá landinu í febrúar í ár en í febrúarmánuði í fyrra, um 800 fleiri N-Ameríkanar og um 600 fleiri gestir frá Mið- og S-Evrópu. Svipaður fjöldi Norðurlandabúa og gesta frá löndum innan og utan Evrópu sem eru flokkuð saman undir ,,Annað” fór úr landi í febrúarmánuði í ár og í fyrra.
Frá áramótun hafa 45 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er um 15 prósenta aukning frá árinu áður. Ríflega þriðjungsaukning (37,2%) hefur verið í brottförum frá N-Ameríku, fjórungsaukning frá Mið-og Suður Evrópu, 13% aukning frá Norðurlöndunum og tæp 11% frá Bretlandi. Svipaður fjöldi hefur komið frá löndum sem flokkast undir ,,Annað”.
Fleiri Íslendingar fara utan
Umtalsvert fleiri Íslendingar eða 2.600 talsins fóru utan í febrúar í ár en í fyrra. Í ár fóru 19.600 Íslendingar utan en 17 þúsund árið áður. Aukningin nemur 15,3% á milli ára.
Frá áramótum hafa um 42 þúsund Íslendingar farið utan, 5.400 fleiri en á sama tímabili árið 2010 þegar tæplega 37 þúsund Íslendingar fóru utan.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.
Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
Febrúar eftir þjóðernum | Janúar - febrúar eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | 2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 2.186 | 2.900 | 714 | 32,7 | Bandaríkin | 4.263 | 5.809 | 1.546 | 36,3 | |
Bretland | 6.116 | 7.033 | 917 | 15,0 | Bretland | 10.428 | 11.559 | 1.131 | 10,8 | |
Danmörk | 1.418 | 1.472 | 54 | 3,8 | Danmörk | 2.650 | 3.097 | 447 | 16,9 | |
Finnland | 268 | 228 | -40 | -14,9 | Finnland | 543 | 671 | 128 | 23,6 | |
Frakkland | 884 | 1.268 | 384 | 43,4 | Frakkland | 1.680 | 2.719 | 1.039 | 61,8 | |
Holland | 839 | 969 | 130 | 15,5 | Holland | 1.508 | 1.667 | 159 | 10,5 | |
Ítalía | 206 | 216 | 10 | 4,9 | Ítalía | 458 | 517 | 59 | 12,9 | |
Japan | 751 | 712 | -39 | -5,2 | Japan | 1.518 | 1.547 | 29 | 1,9 | |
Kanada | 237 | 343 | 106 | 44,7 | Kanada | 478 | 695 | 217 | 45,4 | |
Kína | 180 | 217 | 37 | 20,6 | Kína | 406 | 400 | -6 | -1,5 | |
Noregur | 1.618 | 1.799 | 181 | 11,2 | Noregur | 3.107 | 3.305 | 198 | 6,4 | |
Pólland | 397 | 475 | 78 | 19,6 | Pólland | 900 | 996 | 96 | 10,7 | |
Rússland | 99 | 81 | -18 |
|