Fara í efni

Ferðafréttir komnar út

ferdafrettir2003
ferdafrettir2003

Ferðafréttir, fréttabréf Ferðamálaráðs Íslands, koma út í tengslum við ferðamálaráðstefnuna í Mývatnssveit. Þetta er annað tölublað ársins og er efni fjölbreytt að venju.

Meðal efnisatriða er dagskrá ferðamálaráðstefnunnar í Mývatnssveit, sagt er frá mannabreytingum í Ferðamálaráði, nýju verklagi við útdeilingu á fjármunum til umhverfismála, heimsóknum skemmtiferðaskipa í sumar og rætt við ferðamálafulltrúa víða um land um ferðasumarið 2003. Þá er í fréttabréfinu að finna fróðlegan samanburð á gistinóttum og fjölda ferðamanna nokkur ár aftur í tímann og greint frá talningu ferðamanna í Leifsstöð. Einnig má nefna umfjöllun um gönguleiðaverkefni sem Ferðamálaráð vinnur að, reglur um flokkun tjaldsvæða með stjörnugjöf sem Ferðamálaráð hafði forgöngu um og síðast en ekki síst kynningu á starfsfólki Ferðamálaráðs.

Fréttabréfið er aðgengileg í pdf-formi hér á vefnum.
Skoða fréttabréf