Ferðamálastofa með fyrsta Græna skrefið
Ferðamálastofa fékk í liðinni viku afhenta viðurkenningu fyrir að hafa lokið fyrsta skrefinu í Grænum skrefum í ríkisrekstri fyrir báðar starfsstöðvar sínar, þ.e í Reykjavík og Akureyri.
Ferðamálastofa hefur unnið unnið markvisst með umhverfismál í töluverðan tíma enda býður hún, eins og kunnugt er, ferðaþjónustuaðilum upp á þátttöku í gæða- og umhverfiskerfinu Vakanum. Ferðamálstofa er því enginn nýgræðingur í umhverfismálum en að eins og hjá flestum mátti skerpa á ýmsum atriðum.
Starfsfólk er hæstánægt með fyrsta skrefið og stefnir ótrautt að fleiri skrefum á næstunni. Myndirnar eru frá afhendingu viðurkenningarinnar á starfsstöðvum okkar á Akureyri og í Reykjavík.
Snorri Valsson tók við viðurkenningunni fyrir starfsstöðina í Reykjavík úr hendi Hólmfríðar Þorsteinsdóttur.
Starfsfólk á Akureyri með viðurkenningu fyrir fyrsta græna skrefið.