Fara í efni

Ferðaþjónustan og samfélagið - Málstofa

Málstofa á vegum Ferðamálastofu um ferðaþjónustuna verður haldinn í Norræna húsinu föstudaginn 15. september nk. kl. 13:00 – 13:45. Hún er haldin sem hluti af Fundi fólksins, lýðræðishátíð að norrænni fyrirmynd sem skipulögð er af Almannaheillum.
 
Fulltrúar Ferðamálastofu og SAF, Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður þróunarsviðs Ferðamálastofu, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, verða með framsögur og síðan verða almennar umræður. Fundarstjóri er Guðmundur Björnsson, leiðsögumaður og aðjúnkt í ferðamálafræði við HÍ. Engin skráning og ókeypis aðgangur.
 
Málstofan mun einnig verða í beinu streymi hjá RÚV og Vísi.
 
Líkt og við þekkjum öll hefur ferðaþjónustunni vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Hún hefur farið frá því að vera neðanmálsgrein í hagtölum í að vera ein af stærstu atvinnugreinum okkar á Íslandi. Í því felast margvísleg tækifæri en á sama tíma verður að huga að jafnvægi og sjálfbærni enda er það sérstaða ferðaþjónustunnar að hafa ótal snertifleti við daglegt líf heimamanna.