Fara í efni

Fjölmenni á málþingi um stafrænar lausnir

Fundargestir á Húsavík í viðburðasal Fosshótel.
Fundargestir á Húsavík í viðburðasal Fosshótel.

Málþing Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um stafrænar lausnir fór fram fyrir fullum sal á Húsavík á miðvikudag.

Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eystra fengu kynningu á helstu framförum og áherslumálum í stafrænum umskiptum í greininni. Þar ber hæst innreið gervigreindar. 

Ferðamenn nota spjallmenni í auknum mæli við að skipuleggja ferðir. Tækifærin liggja þó víðar. Þóranna Kristín Jónsdóttir, markaðsráðgjafi og AI leiðbeinandi, sagði að spjallmenni á borð við ChatGPT jafngiltu því að hafa nýjan starfsmann í vasanum. Aðalatriði sé að kunna að gefa þessum nýja aðstoðarmanni skýr og góð fyrirmæli.

Baldvin Esra Einarsson, framkvæmdastjóri Saga Travel, fór yfir hraðan vöxt fyrirtækisins sem hann þakkaði fyrst og fremst breyttum áherslum í stafrænni markaðssetningu. Við tókum þá ákvörðun að hætta að auglýsa á netinu; að hætta alveg að eyða peninga í Facebook og allt þetta,” sagði hann. Í stað þess ákváðum við að gera okkar eigin markaðsefni betra en áður og miðla því til endursöluaðila eins og Viator og Get Your Guide.”

Fyrirlesarar voru margir og mismunandi. Þeir brýndu fyrir áheyrendum mikilvægi þess að viðhalda stafræna heimilsfanginu,” líkt og Rögnvaldur Helgason hjá Markaðsstofu Norðurlands komst að orði.

Fundurinn trekkti að atvinnurekendur og starfsmenn ferðaþjónustunnar frá Norðurlandi eystra, vítt og breitt. Á fimmtudag er komið að Norðurlandi vestra með málþingi á Hótel Tindastól. Skráning fer fram hér.