Fréttablað Ráðstefnuskrifstofu Íslands er komið út
Þriðja tölublað fréttablaðs Ráðstefnuskrifstofu Íslands er komið út. Efni er fjölbreytt að vanda.
Mestur vöxtur á Íslandi
Fram kemur m.a. að samkvæmt niðurstöðum Union of International Association, sem árlega tekur saman tölulegar upplýsingar um fjölda og þróun ráðstefna í heiminum, er Ísland hástökkvari í Evrópu með 173% aukningu ef horft er yfir árangur síðustu 10 ára. Þetta er einmitt sá tími sem er liðinn frá því að Ráðstefnuskrifstofa Íslands var sett á laggirnar og sýnir svo ekki verður um villst að ráðstefnuskrifstofa Íslands hefur skilað miklum árangri í markaðssetningu á Íslandi sem ráðstefnulandi, að sögn Rósbjargar Jónsdóttur, verkefnisstjóra Ráðstefnuskrifstofunnar.
Undirbúningur fyrir SITE á lokastigi
Þá er sagt frá því að undirbúninur er á lokastogi fyrir ráðstefnu SITE (Society of Incentive & Travel Executives), sem eru alþjóðleg samtök fagaðila úr hvataferðageiranum. Samtökin halda árlega ráðstefnu sína á Íslandi 3.-7. desember nk. Dagskrá hennar verður umfangsmikil og er reiknað með að um 300 manns komi til landsins af þessu tilefni. Auk þess sem fjöldi Íslendinga er skráður til þátttöku.
Hægt er að nálgast fréttablaðið í pdf-útgáfu á vef Ráðstefnuskrifstofunnar.