Gistinætur í janúar álíka margar og í fyrra
10.03.2003
Vel sóttur fundur í Vík
Gistinóttum á hótelum fjölgaði lítillega í janúarmánuði sl. miðað við sama tíma í fyrra. Í ár voru gistinætur 31.400 en töldust 31.200 árið 2002. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni.
Gistinóttum fjölgaði lítillega í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Mest er aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum en þar fjölgaði gistinóttum úr 1.985 í 2.662 á milli ára. Í frétt frá Hagstofunni er tekið fram að tölur fyrir árin 2002 og 2003 teljast enn vera bráðabirgðatölur. Búast má við lokatölum fyrir árið 2002 í apríl eða maí.