GoNorth – Esja Travel uppfyllir gæðaviðmið Vakans
GoNorth - Esja Travel hefur nú lokið innleiðingu gæðaviðmiða og er orðin þátttakandi í Vakanum.
GoNorth – Esja Travel er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í klæðskerasniðnum ferðum fyrir einstaklinga og hópa. Rekstur fyrirtækisins byggir á áratuga reynslu eigenda og starfsmanna í ferðaþjónustu. Aðaláhersla GoNorth – Esja Travel er á persónulega og faglega þjónustu til erlendra ferðaskrifstofa sem selja ferðir til Íslands. Einnig selur félagið þjónustu sína beint til ferðamanna á vefsíðu þess.
Að sögn Einars J. Finnbogasonar, starfsmanns fyrirtækisins, hefur það frá upphafi verið stefna GoNorth – Esja Travel að taka þátt í að auka fagmennsku, umhverfisvitund og gæði íslenskrar ferðaþjónustu: " Inngönguferlið í Vakann, hið opinbera gæðakerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, hefur reynst okkur lærdómsríkt og gagnlegt. Þegar farið er yfir gæðaviðmið fæst einstakt tækifæri til að sjá eigin ferla, gæða- og öryggismál með utanaðkomandi augum. GoNorth – Esja Travel er stolt af því að uppfylla gæðaviðmið Vakans".