Gott aðgengi í ferðaþjónustu – Kynning á ensku
20.11.2024
Þann 27. nóvember næstkomandi býðst ferðaþjónustuaðilum að fá stutta kynningu á ensku á verkefninu Gott aðgengi í ferðaþjónustu en verkefnið snýst um það hvernig má nálgast aðgengismál fyrir fatlaða á markvissan hátt. Sambærilegar kynningar hafa verið haldnar á íslensku og fallið í góðan jarðveg.
Kynningin fer líkt og áður fram á fjarfundi í gegnum Teams. Starfsfólk fyrirtækja sem skráir sig á kynninguna fær leiðbeiningar um verkefnið, hvernig hægt er að bæta aðgengi fyrir fatlaða með markvissum hætti og hvað þarf að gera. Kynningin tekur 30-40 mínútur og hámarksfjöldi þátttakenda á hverri kynningu er 12.