Gott aðgengi - Kynningar fyrir ferðaþjónustuaðila
Sýnum samfélagsábyrgð í verki – Sköpum tækifæri með betra aðgengi
Vertu hluti af breytingunni! Nýttu þetta tækifæri til að kynnast verkefninu Gott aðgengi í ferðaþjónustu – þar sem samfélagsábyrgð og viðskiptatækifæri fara saman. Við bjóðum þér til stuttrar og hagnýtrar kynningar sem fer fram í gegnum Teams. Næstu kynningar verða miðvikudaginn 11. desember kl. 10:00-10:40 og á ensku miðvikudaginn 18. desember kl. 10:00-10:40.
Fyrirtæki sem skrá sig á kynninguna fá leiðbeiningar um verkefnið, hvernig hægt er að bæta aðgengi fyrir fatlaða með markvissum hætti og hvað þarf að gera til að fá merki verkefnisins.
Af hverju að taka þátt?
Gott aðgengi er ekki aðeins mannréttindamál – það er líka lykill að því að þjónusta betur alla gesti, hvort sem þeir eru hreyfihamlaðir, aldraðir eða með aðrar sérstakar þarfir. Þú færð verkfærin sem þarf til að taka næsta skref í átt að sanngjarnara samfélagi.
Sætafjöldi er takmarkaður við 12 þátttakendur – tryggðu þér pláss strax!
Saman getum við gert ferðalög aðgengilegri fyrir alla!