Gott aðgengi, nýtt fræðslu- og hvatningarverkefni ásamt sjálfsmati
Í dag var ýtt úr vör nýju fræðslu- og hvatningarverkefni Gott aðgengi í ferðaþjónustu. Því er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á móti fötluðum einstaklingum, á öruggan og ábyrgan hátt, þannig að þjónustan sé í sem bestu samræmi við þarfir þessa stóra markhóps.
Gott aðgengi er samstarfsverkefni Ferðamálastofu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Sjálfsbjargar og ÖBÍ réttindasamtaka. Verkefnið sem er í formi sjálfsmats og tekur á öllum þáttum starfseminnar t.d. þjálfun starfsfólks, aðstöðu innan og utandyra auk búnaðar sem þarf að vera til staðar.
Þau fyrirtæki sem telja sig uppfylla settar kröfur um aðgengismál verða auðkennd sérstaklega í gagnagrunni Ferðamálastofu sem er nýttur víða til upplýsingagjafar um ferðaþjónustuaðila hér á landi.
Hlekkur fyrir nánari upplýsingar um verkefnið er hér að neðan, sem og á upptöku frá málstofu fyrr í dag þar sem það var kynnt.