Heilsulindin Ísland - möguleikar á sviði lífsgæðatengdrar ferðaþjónustu
25.06.2012
Lífsgæðatengd ferðaþjónusta
Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður öllum áhugasömum á fyrirlestur um gæði þeirra tækifæra sem Ísland hefur upp á að bjóða hvað varðar heilsutengda ferðaþjónustu miðvikudaginn 27. júní frá kl. 14-16 í sal Arion banka, Borgartúni 19.
Fyrirlesari á fundi er Dr. Janka Zalesakova, læknir frá Slóvakíu.
Bakgrunnur og reynsla fyrirlesara
- Læknir að mennt
- Sérfræðingur í meðhöndlun lífstílssjúkdóma
- Hefur skrifað fjölda greina um lífstílssjúkdóma
- Hefur haldið fyrirlestra víða um heim um endurhæfingu og forvarnir á sviðinu
- Hefur starfað sem háskólakennari, yfirlæknir og sem ráðgjafi stofnana og ráðuneyta í Evrópu og í Kanada um forvarnir, endurhæfingu og nauðsyn breyttra lífshátta ef útgjöld til heilbrigðismála eiga ekki að hækka talsvert á komandi árum
- Hefur margoft komið til Íslands og þekki því vel til aðstæðna hér á landi
Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta!
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / www.arctic-images.com