Heimsókn forseta Íslands
26.03.2019
Á myndinni eru þau Guðni Th. og Eliza ásamt Skarphéðni Berg Steinarssyni ferðamálastjóra.
Ferðamálastofa fékk góða gesti í gær þegar forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid komu í heimsókn til okkar á starfsstöðina í Reykjavík. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast starfsemi Ferðamálastofu og hlutverki hennar fyrir ferðaþjónustuna í landinu.
Forsetahjónin eiga eðli málsins samkvæmt reglulega í margvíslegum samskiptum er varða ferðamál og Eliza Reid er einmitt góðgerðasendiherra ferðamennsku.
Heimsóknin var öll hin ánægjulegasta. Þau heilsuðu upp á starfsfólk, kynntu sér starfsemi stofnunarinnar og höfðu á orði að þau væru orðin margs vísari :)