Hvernig gekk sumarið 2022 hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum - Kynning
Fimmtudaginn 12. janúar klukkan 11:00 mun Oddný Þóra Óladóttir sérfræðingur á rannsókna og tölfræðisviði Ferðamálastofu kynna niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var til að meta hvernig sumarið 2022 gekk hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum í samanburði við sumarið 2021 og sumarið 2019 og hvernig fyrirtækin sjá horfurnar framundan. Þetta er þriðja árið í röð sem Ferðamálastofa lætur framkvæma könnun með svipuðu sniði meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.
Slóð á kynningunna, sem send er út á Facebook, er hér að neðan.
Hvernig gekk sumarið 2022 hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum
Könnunin var framkvæmd af Gallup á tímabilinu 18. október til 24. nóvember síðastliðinn og náði til fyrirtækjaí gisti-, veitinga-, afþreyingar- og samgönguþjónustu fyrir ferðamenn. Úrtakið var fengið úr gagnagrunni Ferðamálastofu og náði til fyrirtækja sem falla í hóp þeirra sem voru með 75% mestu ársveltuna árið 2019. Endanlegt úrtak var 1055 fyrirtæki og var svarhlutfallið 35%.