Fara í efni

Hvernig tökum við á móti kínverskum ferðamönnum?

Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið gangast fyrir fræðslufundi miðvikudaginn 22. janúar 2020. Fundurinn verðu haldinn í húsnæði Kínverska sendiráðsins að Bríetartúni 1 og stendur frá 9 til 11.

Á fundinum mun m.a. fulltrúi Visit Copenhagen kynna fræðsluefni sem þar á bæ hefur verið útbúið fyrir starfsmenn í framlínu þjónustu.

Einnig verða erindi um menningarmun og hvernig Kínverjar skynja Ísland.

Nánari dagskrá send síðar.

Skráning á fræðslufundinn 

Þjálfunarnámskeið

Í framhaldi af fundinum verður haldið þjálfunarnámskeið fyrir þá sem helst koma að samskiptum við kínverska ferðamenn, verður einnig sent út á netinu. 

Skráning á námskeið