Í hvaða ástandi eru náttúruperlur landsins? - Bein útsending
Fimmtudaginn 28. febrúar mun Umhverfisstofnun kynna nýtt verkfæri til að meta ástand áfangastaða innan friðlýstra svæða. Með verkfærinu er búið að meta og skrá yfir 100 áfangastaði. Ferðamálastofa sendir fundinn út beint á netinu.
Slóð fyrir streymi:
https://youtu.be/DycovjmxBnY
Í skýrslu sem gefin er út um matið, er að finna upplýsingar um hvern áfangastað fyrir sig og tillögur að úrbótum. Jafnframt hafa verið teknir saman listar yfir þau svæði sem standa höllum fæti (rauðlistuð) og þau svæði sem standa vel. Þetta verkfæri er gert að koma í stað rauðlistans sem gefinn var út um nokkurra ára skeið en er þó unninn með allt öðrum hætti.
Fundurinn hefst klukkan 9:00 og fer fram í Hvammi á Grand hótel. Boðið verður upp á veitingar frá klukkan 8:30.
Dagskrá:
9:00 – 9:10 Ávarp ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
9:10 – 9:25 Kynning á ástandsmatsverkfærinu
Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður, Umhverfisstofnun
9:25 – 9:55 Hvaða upplýsingar koma fram í ástandsmatsskýrslunni og rauði listinn
Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri Umhverfisstofnun
9:55 – 10:10 Ástandsmatsverkfærið í víðara samhengi
Óskar Jósefsson, framkvæmdarstjóri Stjórnstöð ferðamála
10:20 Fyrirspurnir
Fundarstjóri: Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnun