Fara í efni

Icelandair sameinar flug til Manchester og Glasgow

Icelandair
Icelandair

Icelandair sameinar í haust flug til Manchester og Glasgow og auka tíðni ferða í fjögur flug á viku. Fyrst verður flogið til Manchester í hverri ferð og síðan höfð viðkoma í Glasgow á leið til Íslands. Á undanförnum árum hefur verið flogið tvisvar í viku til borganna að vetri til. Ný áætlun tekur gildi 25. september næstkomandi.

?Með því að auka tíðnina og fljúga til beggja borga í sömu ferðinni getum í senn aukið þjónustu við viðskiptavini og tryggt hagkvæmni í rekstri. Á undanförnum árum hefur flugið til þessara borga byggst að verulegu leyti á ferðum íslenskra farþega, en vegna gengisþróunar hefur mjög dregið úr utanferðum Íslendinga og við leggjum nú aukna áherslu á erlenda ferðamenn. Með breytingunni nú aukum við sveigjanleika fyrir þá sem eiga erindi til og frá þessum borgum og auk þess tengjum við þessar tvær borgir við Ameríkuflug okkar og getum boðið mjög hagstætt flug t.d. til Seattle og Boston í Bandaríkjunum,? er haft eftir Helga Má Björgvinssyni, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair.

Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum.