Ítreka að eldgosið á Reykjanesi er ekki aðgengilegt fyrir ferðafólk
Að beiðni Samhæfingarstöðvar Almannavarnardeildar og lögreglunnar á Suðurnesjum biðlar Ferðamálastofa til ferðaþjónustuaðila og annarra sem eru í samskiptum við erlenda ferðamenn að upplýsa viðskiptavini sína um að eldgosið á Reykjanesi er ekki aðgengilegt fyrir ferðafólk og þangað ætti enginn að reyna að komast. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa ítrekað lent í vandræðum vegna fólks sem ekki fer að fyrirmælum, fólk hefur slasast og mikil hætta skapast.
Af hverju er svæðið lokað?
Viðbragðsaðilar geta ekki tryggt öryggi og hafa þurft að leggja sig í hættu til að bjarga fólki
- Svæðið er mjög sprungið og erfitt yfirferðar
- Þar geta leynst jarðsprengjur frá æfingum bandaríska hersins fyrir mörgum árum. Staðsetning þeirra er óviss en þegar hefur ein sprengja fundist.
- Gasmengun getur verið vegna gróðurelda. Hér er hægt að fylgjast með gasmælingaspá Veðurstofu Íslands vegna eldgoss og gróðurelda.
https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/
Lokanir á vegum
Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu um lokanir á vegum í nágrenni við eldgosið. Gott væri að koma því á framfæri við erlenda gesti okkar að á Íslandi er bannað að leggja bílum á vegum eins og Reykjanesbrautinni og annars staðar þar sem bílastæði eru ekki sérstaklega merkt. Enn fremur hefur hámarkshraði verið lækkaður niður í 50 á Reykjanesbrautinni.
Hér neðst er texti á ensku sem hægt væri að prenta út og hafa sýnilegan.
THE ERUPTION AREA IS CLOSED!
- The authorities consider the eruption area potentially dangerous
- It is very difficult to get around the area and there are no footpaths
- The site is an old training area of the US military and there may be hidden mines
- It is forbidden to park on roads in the vicinity of the eruption
- Gas pollution is present, from wildfires caused by the eruption
Tourists can follow more closely here:
www.Safetravel.is
Eruption has started North-east of Grindavík. The town Grindavík, the area around it and roads in the area are closed. Please respect the closures and stay away from the area.
www.road.is
Grindavíkurvegur (43) is now closed to general traffic due to volcanic eruption, but, it is open for Blue Lagoon guests only. Please note that guests must present valid bookings to access the road to the Blue Lagoon. The exit ramp to Straumsvík is closed for traffic coming from west, Keflavík direction. Detour via the junction of Krýsuvíkurvegur (42). The closure will last for a few weeks. - All roads to Grindavík are closed due to volcanic eruption.