Komdu þér á kortið!
Kort gegna lykilhlutverki í öllu daglegu lífi okkar og erfitt að hugsa sér ferðaþjónustu án þeirra. Í nýjasta þætti af Ferðalausnir - stafræn tækifæri fer Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, yfir hvernig fyrirtæki skrá sig á Google Maps og hvernig hægt er að nota þá skráningu sem lið í markaðsstarfi.
Google My Business
Til að komast á kortið er notuð ókeypis þjónusta sem kallast Google My Business. Í myndbandinu fer Halldór í nokkrum einföldum skrefum yfir hvernig nýtt fyrirtæki er skráð á Google Maps og skráningin síðan virkjuð.
Ertu eigandi þessa fyrirtækis?
Einnig getur vel hugsast að fyrirtæki sé þegar til staðar á Google Maps en hins vegar sé enginn að sinna skráningunni. Sé það tilfellið þá sýnir Halldór hvernig forsvarsmenn fyrirtækja geta eignað sér skráninguna og farið að nýta sér hana.
Aukinn sýnileiki í stafrænum heimi.
Hann fer síðan yfir nokkur lykilatriði við að sinna skráningum á Google Maps í gegnum Google My Business og eiga þannig möguleika á að auka sýnileika sinn í hinum stafræna heimi.
Hægt er að horfa á myndbandið hér að neðan.