Fara í efni

Lækkun álags á pakkaferðatryggingar ferðaskrifstofa

Í ljósi batnandi fjárhagsstöðu ferðaskrifstofa hefur Ferðamálastofa endurskoðað viðmið um beitingu álags á pakkaferðatryggingar vegna fjárhagsstöðu ferðaskrifstofa.

Hámarksálag verður 50% og viðmiðunarmörk vegna beitingar álags eru lækkuð. Jafnframt eru ferðaskrifstofur með tryggingaskylda ársveltu undir 20 milljónum það ár sem tryggingafjárhæð reiknast út frá undanþegnar álagi. Eftir sem áður grundvallast viðmiðin á veltufjárhlutfalli og eiginfjárhlutfalli og segir samspil þeirra til um álagsprósentu. Vægi veltufjárhlutfalls (VFH) er 2/3 og vægi eiginfjárhlutfalls (EFH) 1/3. Ferðskrifstofur með veltufjárhlutfall undir 1,2 og/eða eiginfjárhlutfall undir 5% sæta álagi. Álagið er sett fram með litakóðum eins og sjá má í töflunni hér til hliðar.