Leiðsögunám á háskólastigi
Leiðsögunám á háskólastigi er námsbraut hjá Endurmenntun HÍ sem fór af stað í fyrsta sinn haustið 2008. Umsóknarfrestur fyrir námið sem hefst næsta haust er til 11 maí næstkomandi.
Námið er 60 eininga (ECTS) nám á grunnstigi háskóla og er kennt á tveimur misserum. Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en sú næsta hefst. Mögulegt er að taka námið hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi.
Námið hentar þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi með erlenda ferðamenn. Námið er kennt samhliða í staðnámi og fjarnámi. Fjarnámið fer fram netinu. Þátttaka er því hvorki háð búsetu né fjarfundabúnaði heldur getur hver og einn stundað námið frá nettengdri tölvu. Upplýsingar um staðbundnar lotur verða gefnar síðar. Þeir sem hafa hug á að stunda fjarnám eru beðnir um að taka það sérstaklega fram í umsókn
Kennslutilhögun
Kennslu er þannig háttað að kennt er eitt námskeið í einu sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en næsta námskeið hefst. Kennsla fer fram tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16:10 ? 19:55. Þar fyrir utan fer fram talþjálfun í smærri hópum sem hittast reglulega á hverju misseri.
Kennsla hefst í ágúst 2009 og náminu lýkur í júní 2010. Seinni umsóknarfrestur er til 11. maí