Fara í efni

Málstofur um ferðamál á ráðstefnu í HÍ

Gullfoss
Gullfoss

Árlega stendur Háskóli Íslands fyrir ráðstefnu um félagsvísindi sem nefnd er Þjóðarspegill. Að þessu sinni verður ráðstefnan haldin á nýju Háskólatorgi föstudaginn 7. desember næstkomandi og verða tvær málstofur sérstaklega um ferðamál og ferðamálafræði.

Báðar verða málstofurnar í stofu 105 á fyrstu hæð nýs Háskólatorgs og hefst sú fyrri kl. 11.00 og stendur til 13.00, sú síðari hefst þá og líkur 15.00. Þeir sem kynna eru taldir hér að neðan og munu kynna í þessari röð.

Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræðum við HÍ
Nýting náttúruperlu - Viðhorf hagsmunaaðila á Lakasvæðinu 

Anna Karlsdóttir, lektor í ferðamálafræðum við HÍ
Að hafa heiminn í hendi sér!  Skemmtiferðaskip í hnattvæðingarsamhengi 

Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands
Nýsköpun í íslenskri ferðaþjónustu ? hlutverk einstaklinga og hið opinbera

Katrín Anna Lund, lektr í ferðamálafræðum við HÍ
Þýðing og gildi gönguferða fyrir náttúru, landslag, sál og líkama

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamálabrautar Hólaskóla
Forsíða Íslands: athugun á landkynningarbæklingum

Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við ferðamáladeild Hólaskóla
Fræðsla og þjálfun í ferðaþjónustu

Margrét Víkingsdóttir, verkefnisstjóri við Ferðamálasetur Íslands
Svæðisbundin hagþróun og hlutverk ferðaþjónustu

Rannveig Ólafsdóttir, dósent í ferðamálafræðum við HÍ og starfsmaður Ferðamálaseturs Íslands
Íslensk víðerni: hrein ímynd eða ímyndun? - Kortlagning og mat ósnortinna víðerna með GIS ?