Fara í efni

Málþing um verðmæti ferðaþjónustunnar

maturajokli
maturajokli

Fimmtudaginn 17. febrúar næstkomandi standa Samtök ferðaþjónustunnar fyrir málþingi um verðmæti ferðaþjónustunnar í íslenskum þjóðarbúskap og fjárfestingar í ferðaþjónustu. Málþingið verður haldið Hótel Nordica kl. 9-12.

Málþingið hefst á ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Að því loknu fjallar Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, um virði ferðaþjónustunnar, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, fjallar um fjárfestingar í ferðaþjónustu og síðan verða pallborðsumræður. Efnahagslegt gildi ferðaþjónustunnar var einmitt meginefni síðustu ferðamálaráðstefnu sem Ferðamálaráð gekkst fyrir í október síðastliðnum og gildi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið er því augljóslega ofarlega á baugi um þessar mundir.

Ljósmynd: Ingi Gunnar Jóhannsson.