NorReg 2025 - Ráðstefna um nærandi ferðaþjónustu á Norðurlöndunum

Íslenski ferðaklasinn, fyrir hönd ráðuneytis ferðamála, hefur frá árinu 2022 leitt norræna verkefnið, Nordic Regenerative Tourism (NorReg). Verkefnið er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni.
Dagana 12.-13 mars standa framkvæmdaaðilar fyrir ráðstefnu sem fram fer á Siglufirði og Hólum um nærandi ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Kafað verður ofan í tengingu nærandi ferðaþjónustu við aðrar atvinnugreinar, svo sem landbúnað og arkítektúr/hönnun. Þá verða mismunandi geirar ferðaþjónustunnar skoðaðir út frá sjónarhorni nærandi ferðaþjónustu.
Virtir fyrirlesarar
Á ráðstefnuna munu mæta margir helstu sérfræðinga á þessu sviði og koma þeir víða að. Þátttaka á ráðstefnunni ætti því að verða mikill innblástur og tækifæri til að skapa öflugt tengslanet.
Hér má sjá upplýsingar um lykil-fyrirlesarana
Kaupa miða á ráðstefnuna
Á sérstakri skráningarsíðu býðst innlendum aðilum að kaupa miða fyrir bæði staka daga og ráðstefnuna í heild. Þá eru einnig sérkjör fyrir námsfólk.
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar er svo að finna á vef ráðstefnunnar, svo sem dagskrána í heild ásamt upplýsingum um gistingu og annað slíkt.