Ný könnun um horfur og stöðu greinarinnar
Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson
Í fyrra stóðu Deloitte og Markaðsstofur landshlutanna fyrir könnun þar sem ferðaþjónustuaðilar í öllum landshlutum voru spurðir álits um stöðu greinarinnar og horfur. Ætlunin er að gera könnunina árlega en könnunin nú í ár er jafnframt gerð í samstarfi við Ferðamálastofu, sem stóð fyrir sambærilegri könnun snemma árs 2016.
Tekur bara 10 mínútur
Allir ferðaþjónustuaðilar ættu þegar að hafa fengið tölvupóst þar sem þeir eru beðnir að svara könnuninni. Er skorað á fyrirtæki að bregðast vel við en tilgangurinn er að draga fram viðhorf ferðaþjónustuaðila í öllum landshlutum. Ekki ætti að taka meira en 10 mínútur að svara og rétt er að nefna að ekki er unnt að rekja einstaka svör til tiltekinna þátttakenda.
Viðhorf rekstaraðila mikilvæg
Umræðan um stöðu ferðaþjónustunnar og horfur hefur sjaldan verið jafn áberandi og nú. Það er því afar mikilvægt að fá fram viðhorf þeirra sem standa í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja dag frá degi, til að ákvarðanataka sem varðar greinina verði upplýstari og þar með líklegri til að efla greinina til lengri tíma.
Nánari upplýsingar
Ef einhver hefur ekki enn fengið hlekk með könnuninni er viðkomandi bent á að hafa samband við Björn Inga Victorsson, sviðsstjóra hjá Deloitte á bjorn.victorsson@deloitte.is