Fara í efni

Nýr vefur um tjaldsvæði

lógó tjalda.is
lógó tjalda.is

Í loftið er kominn nýr vefur www.tjalda.is sem hefur það að meginmarkmiði að auðvelda ferðamönnum að finna sér tjaldsvæði við hæfi. Á síðunni geta notendur leitað að tjaldsvæðum eftir landshluta og eftir nafni. Þá hafa notendur einnig möguleika á að setja inn athugasemdir við hvert tjaldsvæði og miðla þannig af sinni reynslu.

Fyrir erlenda ferðamenn er www.gocamping.is slóðin. Þar verður að finna sömu upplýsingar á ensku, dönsku, þýsku og ítölsku. Á vefnum er einnig ýmiss fróðleikur um tjaldsvæði almennt og útilegur, ásamt upplýsingum um akstur á Íslandi fyrir erlenda ferðamenn. Rekstraraðilar tjaldsvæða geta einnig haft samband við tjalda.is og sett inn meiri upplýsingar um sitt tjaldsvæði. Þess má geta að á vefnum kemur meðal annars fram hvort viðkomandi tjaldsvæði er þátttakandi í flokkunarkerfi Ferðamálastofu og þá hversu margar stjörnur það er með.

Nánari upplýsingar veitir Geir Gígja í gegnum netfangið geir@tjalda.is