Nýtið ykkur gögn frá ETC

Ferðamálastofa hefur um áratuga skeið verið aðili að Ferðamálaráði Evrópu – ETC fyrir Íslands hönd. Á vegum samstakanna er m.a. stundað öflugt rannsóknastarf og er vert að hvetja alla til að fylgjast með niðurstöðum og útgáfum sem þeim tengjast. Rannsóknir og kannanir ETC taka bæði til þess sem er að gerast innan Evrópu og á fjær mörkuðum, svo sem N-Ameríku og Kína, sem eru mikilvægir fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Vefur ETC er hafsjór af fróðleik og þar er hægt að fylgjast með nýjustu útgáfum. Til dæmis má benda á skýrsluna „Trends and prospects, sem kemur út ársfjórðungslega en skýrslan fyrir síðasta ársfjórðung 2024 kom út á dögunum.
Samtökin miðla annars gögnum sínum með ýmsum leiðum. M.a. útgáfum á skýrslum, myndböndum, upplýsingamyndum, mælaborðum, vefnámskeiðum og viðburðum. Samstarf við alþjóðleg ferðaþjónustusamtök, fræðimenn og aðila í einkageiranum eykur einnig gildi þeirra gagna sem hægt er að nálgast hjá ETC.