Nýtt útlit á vef Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum
16.12.2003
usanyr
Skrifstofa Ferðamálaráðs Íslands í Bandaríkjunum hefur opnað nýtt útlit á vefsvæði sínu.
Vefurinn er sérstaklega hannaður með þarfir Norður-Ameríkumarkaðar í huga og er án efa einn fjölsóttasti ferðavefurinn um Ísland. Á vefnum má m.a. finna ýmsar upplýsingar um land og þjóð, fréttir frá Íslandi og tilvísanir í umfjöllun fjölmiðla um landið. Þá hefur verið útbúin vefútgáfa af Íslandsbæklingi Ferðamálaráðs fyrir Norður-Ameríkumarkað og er hann aðgengilegur á vefnum. Slóðin er www.icelandtouristboard.com