Sjálfbær þróun í ferðaþjónustu -tálsýn eða tækifæri?
18.03.2005
Herðubreið
Ferðamálaráð Íslands og Samgönguráðuneytið í samvinnu við Hólaskóla, Landvernd, Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands boða til ráðstefnu um sjálfbæra þróun í ferðaþjónustu. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 11. maí næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík.
Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli og umræðu á málefninu og reyna svara spurningunni hver sé ávinningur fyrirtækja af því að vera umhverfisvottuð. Á ráðstefnunni verða bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar, pallborðsumræður sem og kynning á þeim vottunarmerkjum sem standa íslenskum ferðaþjónustu fyrirtækjum til boða. Nánar um dagskrá og tímasetningar í byrjun apríl.