Skemmdir á Hótel Höfn eftir bruna
08.02.2007
Hótel Höfn -bruni
Seinnipartinn í gær kviknaði í kjallara Hótel Hafnar. Ljóst er að um mikið tjón er að ræða vegna reyks um allt hótelið og vatnsskemmda á fyrstu hæð en þar eru öll gólfefni ónýt. Talið er að upphaf eldsins hafi verið í gufuklefa sem er á jarðhæð hótelsins en hann hefur ekki verið í notkun um tíma. Enn er þó verið að rannsaka eldsupptökin og ekki ekki ljóst hvað nákvæmlega orsakaði hann.Nánari fréttir af brunanum má lesa inni á samfélagsvef Hornafjarðar en þaðan er meðfylgjandi mynd fengin.