Fara í efni

Slæmu veðri spáð frá og með mánudegi

Líkt og fram hefur komið í fréttum þá er spáð óvenju erfiðum veðurskilyrðum frá og með seiinipart mánudags og fram eftir vikunni. Spáð er miklum vindi og snjókomu á fjallvegum Norðan- og  Austanlands og hálendinu sem mun skapa mjög krefjandi aðstæður, sérstaklega fyrir þau sem eru ekki vön íslenskum aðstæðum.

Við hvetjum þau sem eru í samskiptum við ferðafólk að tryggja öryggi og vellíðan viðskiptavina sinna. Við biðjum fólk að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að upplýsa og undirbúa ferðalanga fyrir þau erfiðu veðurskilyrði sem spáð er.

Mikilvæg atriði til að upplýsa viðskiptavini um:

  1. Viðvörun um slæmt veður: Upplýsið viðskiptavini um að spáð er miklum vindi og snjókomu og leggið áherslu á mögulega áhættu og nauðsyn varúðar. Sérstaklega þarf að huga að þeim sem stefna á gönguferðir og aðra útivist.
  2. Forðast fjallvegi: Ráðleggið viðskiptavinum að forðast að ferðast á fjallvegum á þessu tímabili þar sem skilyrðin verða sérstaklega hættuleg fyrir ökutæki, ekki síst þau sem taka á sig mikinn vind.
  3. Sækja sér upplýsingar: Biðjið viðskiptavini að fylgjast reglulega með vef Vegagerðarinnar og fréttum innlendra miðla fyrir nýjustu veðurspár og aðstæður á vegum.
  4. Undirbúningur fyrir neyðartilvik: Gakkið úr skugga um að viðskiptavinir hafi meðferðis mat, vatn og hlý föt, og að þeir viti hvernig á að hafa samband við neyðaraðila ef nauðsyn krefur.
  5. Helstu upplýsingasíður:.

Hlutverk ykkar:

  1. Upplýsið fólk um aðstæður og veðurspár: Ræðið við viðskiptavini ykkar áður en þeir leggja af stað, þar sem farið er yfir veðurspá og öryggisráðstafanir.
  2. Dreifing upplýsinga: Vísið þeim á staði þar sem þeir geta sótt sér upplýsingar um væntanleg veðurskilyrði og öryggisráð.
  3. Þjónusta við viðskiptavini: Bjóðið upp á aðstoð við að skipuleggja öruggari ferðaleiðir og bóka viðeigandi farartæki.

Með því að grípa til þessara aðgerða getið þið hjálpað til við að tryggja viðskiptavinum ykkar öruggari og ánægjulegri upplifun á Íslandi þrátt fyrir erfið veðurskilyrði. Samvinna ykkar og fyrirbyggjandi samskipti eru lykilatriði til að draga úr áhættunni sem fylgir þessum slæmu skilyrðum sem nú er spáð.