Söguslóðir 2010
29.04.2010
Samtök um sögutengda ferðaþjónustu
Samtök um sögutengda ferðaþjónustu halda málþingið "SÖGUSLÓÐIR 2010 - Sögumaður og/eða sýndarveruleiki?" í Þjóðmenningarhúsinu fimmtudaginn 29. apríl næstkomandi kl. 13-17. Þingið er að þessu sinni haldið í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Aðalfyrirlesari er Daniel Plentinckx frá Belgíu, sérfræðingur í notkun sýndarveruleikatækni í menningarferðaþjónustu. Þá er einnig hópur góðra innlendra fyrirlesara með framsögu.