Stafræn fræðsla og markaðssetning
Ferðamálastofa býður í samvinnu við Markaðsstofu Vesturlands og Símenntunarmiðstöð Vesturlands upp á námskeið í stafrænni markaðssetningu sem ætlað er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Farið verður í helstu atriði stafrænnar þróunar og markaðssetningar ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem bókunarsíður (Booking og Expedia t.d.), Google, samfélagsmiðla og heimasíður, leitarvélabestun og gerð markaðsáætlana.
Námskeiðið verður lifandi og hagnýtt og gert er ráð fyrir að þátttakendur taki með sér tölvur, bretti upp ermar og vinni markvisst á meðan á námskeiðinu stendur.
2ja daga námskeið: 25.nóvember og 11.desember.
Staðsetning: Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi
Kennari: Inga Rós Antoníusdóttir, verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu
Tími: Kennt kl.9-12 & 13-16
Verð: 22.900 (innifalið kennslugögn, kaffi/te og léttur hádegisverður).
Skráning: Markaðsstofu Vesturlands, Björk Júlíana Jóelsdóttir bjork@west.is
- Áhersla á lítil og meðalstór fyrirtæki.
- 10-12 þátttakendur. Kennt er í litlum hópum til þess að hægt sé að vinna markvisst á staðnum.
- Inga Rós Antoníusdóttir veitir allar frekari upplýsingar ingaros@ferdamalastofa.is