Starfsánægja í ferðaþjónustu - Hádegisfyrirlestur
Næsti hádegisfyrirlestur Ferðamálastofu verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl kl. 12:10. Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar um starfsánægju í ferðaþjónustu. Líkt og aðrir hádegisfyrirlestrar er hann í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fer fram í húsnæði hans að Fiskislóð 10, 2. hæð. Kynningunum er einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.
Skráning
Boðið er upp á léttan hádegisverð og er því fólk beðið um að skrá sig hér að neðan:
Um rannsóknina
Eitt af markmiðunum sem sett eru fram í stefnu stjórnvalda (Vegvísir í ferðaþjónustu) varðar mat á árangri atvinnugreinarinnar. Skilgreind eru fjögur markmið. Eitt af þeim er jákvætt viðhorf til ferðaþjónustunnar og talið að hlutfall ánægðra starfsmanna í ferðaþjónustu gefi vísbendingar um það. Verkefnið sem hér um ræðir vaktar þennan skilgreinda mælikvarða með því að rannsaka sambandið á milli vinnuumhverfis og starfsánægju. Byggt er á alþjóðlega viðurkenndri aðferð til að mæla starfsánægju í þjónustugreinum sem býður jafnframt uppá greiningu á hvað starfsmenn eru ánægðir eða óánægðir með. Greind er ánægja með laun, möguleika á framvindu í starfi, fríðindi, vinnuumhverfi, samstarfsmenn, eðli starfsins og samskipti á vinnustaða.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Vinnueftirlitið með aðkomu Markaðs- og miðlarannsókna ehf. Vinnueftirlitið hefur rannsóknarskyldur þegar kemur að vinnuumhverfi og aðbúnaði vinnandi fólks á Íslandi og er það grundvöllur framþróunar í greininni að vinnuumhverfi sé gott og í samræmi við lög og reglur. Með framkvæmd rannsóknar á viðhorfum starfsmanna í ferðaþjónustu verður markmiðum beggja stofnana – Ferðamálstofu og Vinnueftirlitsins - náð.