Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2010-2015
Undanfarið misseri hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða unnið að stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu. Haldnir voru stefnumótunarfundir um allan fjórðunginn í þeim tilgangi að ná fram sjónarmiðum flestra þeirra sem starfa eða tengjast inn í greinina.
Nokkuð á annað hundrað manns lögðu til hugmyndir í stefnumótunina sem fór fram á nokkrum fundum víðsvegar um Vestfirði, stórum og smáum. Þar var leitað eftir því að aðilar í ferðaþjónustu og aðrir sem koma að greininni legðu til sínar hugmyndir. Þessi stefnumótun er því afrakstur greinarinnar sjálfrar, þar sem hún leggur til hvert skuli stefna í ferðamálum fjórðungsins næstu misserin.
Í stefnmótunarskýrslunni koma fram tölulegar upplýsingar um stöðu ferðaþjónustunnar í fjórðungnum í dag auk þess sem lagðar eru fram verkefnatillögur og aðgerðaráætlanir. Þar eru ákveðnum aðilum í stoðkerfinu gert að taka frumkvæði í ýmsum verkþáttum og stuðla að því að verkin komist í framkvæmd en rykfalli ekki ofan í skúffu, eins og segir í frétt um verkefnið frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða.
Hér er hægt að skoða og fletta stefnumótuninni í vefútgáfu en einnig er hægt að hlaða henni niður í PDF-formi.