Fara í efni

Stofnun ferðaþjónustuklasa um millilandaflug

Flug
Flug

Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi boðar til undirbúningsfundar vegna stofnunar á  nýjum klasa innan ferðaþjónustunnar. Markmið klasans eru að styðja við aukið millilandaflug til Akureyrarflugvallar og gera Norðurland að eftirsóttum áfangastað allt árið um kring.

Allir þeir sem hagsmuni hafa af flugi milli Norðurlands og Evrópu eru hvattir til að mæta á fundinn og leggja þessu mikilvæga máli lið.

Fundurinn verður haldinn í Hofi (Naustinu, forsal Hamraborgar) annað kvöld, fimmtudaginn 13. janúar, og hefst kl. 20.00.

Dagskrá:

    * Kynning á  stöðu verkefnisins
    * Kynntar frumniðurstöður úr könnun RMF á ferðavenjum erlendra farþega Iceland Express á Akureyrarflugvelli sumarið 2010
    * Almennar umræður  um næstu skref í myndun klasans

Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir!