Fara í efni

Svæðisleiðsögunám á Norðurlandi

Leiðsögn
Leiðsögn

Símenntun Háskólans á Akureyri býður upp á nám í svæðisleiðsögu á Norðurlandi í samvinnu við  Leiðsöguskólann í MK og SBA- Norðurleið.  Námið er alls 22 einingar og fer kennsla fram við Háskólann á Akureyri.  

Námið verður einnig í boði í  fjarkennslu  á starfssvæði  Þekkingarnets Þingeyinga  og Farskólans-miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra.

Áætlað er að kennsla hefjist um miðjan febrúar og ljúki í byrjun desember 2011.  Gerð er ráð fyrir að kennt verði einn seinni part í hverri viku, þriðjudaga frá kl. 16:30 til 21:10 eða 21:50. Einnig verða farnar um 5 - 6 vettvangsferðir á hvorri önn, oftast á laugardögum.

Að námi loknu fær fólk réttindi til að starfa sem svæðisleiðsögumenn á Norðurlandi. Vakin er sérstök athygli á því að leiðsögumenn með réttindi geta setið staka áfanga í náminu.

Hér má sjá nánari upplýsingar um fyrirkomulag námsins og áfangalýsingar.Skráningar fara fram á vef Símenntunar. Mikilvægt er að fram komi við skráningu á hvaða tungumáli nemandi vilji taka inntökupróf.
 
Skráningarfrestur er til 17. janúar.

Munið  niðurgreiðslur á námskeiðskostnaði hjá  starfsmenntasjóðum stéttarfélaganna.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 4608090 / 4608091
Veffang: www.unak.is/simenntun
Netföng: sv@unak.is eða simennt@unak.is