Fara í efni

Tillaga Ferðamálasamtaka Íslands um náttúrupassa

© arctic-images.com
© arctic-images.com

Stjórn Ferðamálasamtaka Íslands hefur sent frá sér tillögu að mögulegri lausn á þeim vanda sem umræðan um "náttúrupassa" er komin í að hennar mati.

Fjöldafjármögnun 

„Tillaga okkar snýst um að farið yrði í umfangsmikla tveggja ára almannatengslaherferð eða átak sem byggir á fjöldafjármögnun eða „Crowd funding" strax á næsta ári,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. Hún myndi verða rekin bæði innanlands og erlendis með þáttöku almennings, atvinnugreinarinnar og ferðaheildsala. Crowd funding eða fjöldafjármögnun er mjög vel þekkt fjármögnunarleið erlendis og er líka að ryðja sér til rúms hérlendis, að sögn Ásbjarnar.

Kaupi passann sjálfviljugt 

„Hugmyndin sem við leggjum til að verði tímabundin tilraun snýst í raun um að fá almenning, fyrirtæki og ferðamenn til að kaupa "náttúrupassann" sjálfviljugt og styðja þannig verkefnið. Um leið verða þessir aðilar þáttakendur í samfélagslegu verkefni sem snýst um uppbyggingu fjölfarinna ferðamannastaða um land allt. Inn í átakið væri hægt að flétta leiki, verðlaun og allskonar tilboð,“ segir Ásbjörn.

Tillaga Ferðamálasamtaka Íslands í heild