Fara í efni

Umhverfisstarf ferðaþjónustu á Íslandi vekur athygli erlendis

Írland1
Írland1

Í síðustu viku var haldin ráðstefna á Norður-Írlandi þar sem fjallað var um samþættingu umhverfisstjórnunar og ferðaþjónustu. Var m.a. leitað til Íslands eftir fyrirlesurum.

Á ráðstefnunni var leitað svara við 4 meginspurningum.
1. Eru sérstök tengsl á milli umhverfisstjórnunar og ferðaþjónustu?
2. Hversu mikilvæg er umhverfisstjórnun í ferðaþjónustu?
3. Getur ferðaþjónustan verið umhverfinu til hagsbóta?
4. Hvernig vinnum við saman að því að styðja við og breiða út boðskap sjálfbærrar þróunar?

Fyrirlesarar á síðari degi ráðstefnunnar. Elías Bj. Gíslason
 annar frá vinstri.

Samstarf greinarinnar og hins opinbera
Fyrirlesarar komu nokkuð víða að en flestir þó frá Skotlandi, Englandi og Írlandi, auk Íslands og Frakklands. Fulltrúar Íslands voru Elías Gíslason, forstöðumaður upplýsinga og þróunarsviðs Ferðamálaráðs, og Ragnar Frank Gíslason, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. ?Ástæða þess að ráðstefnuhaldarar leituðu til Íslands eftir fyrirlesurum er sú að mönnum þykir forvitnilegt hversu vel hefur tekist til á Íslandi í þessum málaflokki. Sérstaklega þykir áhugavert hversu stóran þátt greinin sjálf átti í að ýta málinu úr vör og hversu vel greinin og hið opinbera vinna saman á þessum vettvangi,? segir Elías.

Sérstaða Íslands
Í þessu sambandi segir Elías vert að hafa í huga að í öðrum löndum eru umhverfismál almennt ekki meðal hlutverka ferðamálaráða og Ferðamálaráð Íslands er, eftir því sem næst verður komist, eina opinbera ferðamálaráðið þar sem umhverfisfulltrúi starfar. ?Mikilvægi náttúrunnar og umhverfisins fyrir íslenska ferðaþjónustu er auðvitað vel þekkt og hefur margsinnis verið staðfest í könnunum Ferðamálaráðs meðal erlendra gesta. Því er afar ánægjulegt að sjá hversu aukið vægi þessum málum er fengið í nýrri þingsályktun um ferðamál,? segir Elías.

Fyrirlesrar á fyrri degi ráðstefnunnar. Ragnar Frank Kristjánsson fyrir miðri mynd.

Ráðstefnan var haldin af samtökum sem nefnast ?Causeway Coast and Glens Heritage Trust? eftir samnefndu héraði á Norður Írlandi. Á svæðinu er m.a. að finna ?Giant's Causeway? sem er á heimsminjaskrá UNESCO og einkum þekkt fyrir miklar stuðlabergsmyndanir. Þar er einmitt myndin hér til hliðar tekin.