Uppfærð gervigreindarspá um fjölda erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll
Oddskarð Mynd: Íslandsstofa/Visit Iceland
Ferðamálastofa birtir nú uppfærslu á spá um fjölda erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll þar sem gervigreind er nýtt til spágerðarinnar. Gervigreindin er m.a. notuð til að afla upplýsinga um breytur sem nýst geta sem grunnur spágerðar, vinna úr þeim og greina, velja úr tugum spálíkana þau líkön sem sýna bestu sögulegu spágetuna og nýta styrkleika einstakra líkana til að hámarka nákvæmni spáa hverju sinni. Ráðgjafarfyrirtækið Sumo Analytics vinnur þessar spár fyrir Ferðamálastofu.
Spáð um næstu 36 mánuði á mánaðarfresti
Uppfærða spáin, sem birtist nú, er á mánaðagrunni fyrir 36 mánaða tímabil, frá og með febrúar 2025 til janúarmánaðar 2028. Ný spá birtist í kringum 10. hvers mánaðar og eru spárnar hlaupandi, þannig að í mars verður birt spá fyrir tímabilið mars 2025 – febrúar 2028 og svo koll af kolli.
Að neðan getur að líta uppfærslu febrúarmánaðar 2025 ásamt samtölum fyrir árin 2025 – 2027 og hlutfallslegri breytingu á milli ára skv. spánni:
Nýtt mælaborð fyrir spár á vegum Ferðamálastofu
Ferðamálastofa hefur sett saman sérstakt mælaborð fyrir spár sem unnar eru á vegum stofnunarinnar. Í mælaborðinu geta notendur á einfaldan og myndrænan hátt nálgast allar helstu upplýsingar um spárnar.
Lýsing á aðferðafræði gervigreindarspáa
Lýsingu á aðferðafræði spágerðar um fjölda erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll með nýtingu gervigreindar má sjá hér. Nýting gervigreindar til spágerðar er tilraunverkefni hjá Ferðamálastofu og verður verkefnið endurmetið eftir því sem reynsla fæst af því.
Nánari upplýsingar:
Jóhann Viðar Ívarsson, johann@ferdamalastofa.is