Fara í efni

Upptaka frá kynningarfundi um uppbyggingu ferðamannastaða

Við Stuðlagil en uppbygging þar hefur verið styrkt af Framvæmdasjóði ferðamannastaða.
Við Stuðlagil en uppbygging þar hefur verið styrkt af Framvæmdasjóði ferðamannastaða.

Góð mæting var kynningarfund Ferðamálastofu, Skipulagsstofnunar og Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fyrir alla þá sem koma að uppbyggingu ferðamannastaða með einum eða öðrum hætti.

Yfirskriftin var Ferðamannastaðir - Frá hugmynd til fram­kvæmdar, sem er einmitt heiti á samnefndu riti eða handbók sem Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar, kynnti og hefur að geyma leiðbeiningar um skipulag og leyfisveitingar ferðamannastaða.

Þá kynnti Hörður Lárusson, hönnuður og einn eigenda Kolofon hönnunarstofu, Vegrúnu, merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði.

Loks sagði Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu, frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en í kjölfar fundarins var opnað fyrir umsóknir í sjóðinn vegna framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á árinu 2025.

Hér að neðan má horfa á upptöku frá fundinum:

 

 

Einnig er hér að neðan hlekkur á pdf-útgáfu kynningu Harðar Lárussonar á Vegrúnu, þar sem gæðin í gærunum voru ekki alltaf að skila sér útsendingunni.
https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/Fundir/2024/skipul/hordur-lr.pdf