Upptaka og efni frá fræðslufundi um árlegt endurmat á fjárhæð trygginga
06.03.2024
Góð þáttaka var á fræðslufundi sem Ferðamálastofa bauð ferðaskrifstofum upp á í gær í tilefni þess að nú líður að skilum á gögnum vegna árlegs endurmats fjárhæða trygginga. Frestur vegna þeirra er 1. apríl ár hvert. Efni frá fundinum, þ.e. upptaka og glærur er aðgengilegt hér að neðan.
Farið var yfir eftirfarandi:
- Grunntryggingafjárhæð og eðli hennar
- Hvernig reikna á meðalfjölda daga frá fullnaðargreiðslu þar til ferð hefst (N- gildi)
- Hvernig reikna á meðallengd ferða í dögum (d)
- Hvaða velta er tryggingaskyld?
- Hver ber tryggingaskyldu?
- Sölu þjónustuþátta B2B
- Ferðir sem tryggðar eru af öðrum (hvernig skal færa þær inn).
- Hvernig skal færa tekjur og gjöld í bókhald félagsins vegna ferða sem búið er að greiða en ekki búið að framkvæma.
- Skráning upplýsinga í vefgátt Ferðamálastofu.
- Upplýsingar um leyfishafa
- Bókhaldsupplýsingar
- Skráning rauntalna og áætlunar
- Seljendur sem eru tryggingaskyldir vegna pakkaferða leyfishafa
- Fylgigögn
- Skilum lokið