Fara í efni

Upptökur og myndir frá Iceland Travel Tech 2023

Iceland Travel Tech 2023 var haldið í Grósku í Vatnsmýrinni þann 25. maí, sem hluti af Nýsköpunarvikunni. Sem fyrr voru það Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn sem tóku höndum saman og héldu Iceland Travel Tech með það markmið að leiða saman ferðaþjónustuaðila og ferðatæknifyrirtæki. Einnig fengum við til liðs við okkur starfsfólk frá Markaðsstofu Norðurlands og Markaðsstofu Suðurlands til að vinna að framkvæmdinni.

Myndband og ljósmyndir

Viðburðurinn tókst með miklum ágætum, fullt út úr dyrum og góð stemmning meðal bæði sýnenda og gesta, líkt og sjá má á þessu skemmtilega myndbandi, sem og fjölda ljósmynda sem teknar voru á viðburðinum.

Í ár var viðburðurinn tvískiptur – Fyrsti hluti var innblásin af erindum frá tækni og ferðaþjónustuaðilum en í seinni hálfleik gafst þátttakendum gefast kostur á að hitta marga af leiðandi tækniaðilum í ferðaþjónustu á Íslandi á sýningu á fyrstu hæð Grósku.

Ráðstefnuhluti - Upptökur

Á ráðstefnuhlutanum var boðið upp erindi sem koma okkur nær því að leysa áskoranir og finna tækifærin þegar kemur að þessum þremur megin þemum:

Upptökur af öllum erindum má nálgast hér að neðan.
Stefán Friðrik Friðriksson hjá Markaðsstofu Suðurlands vann myndböndin.

Rögnvaldur Már Helgason hjá Markaðsstofu Norðurlands tók allar ljósmyndir.

 

Það var GODO sem var fyrst á dagskrá á Iceland Travel Tech 2023 en fyrirtækið var stofnað árið 2012 og sérhæfir sig í heildarlausnum í ferðatækni. GODO er annar af tveimur helstu samstarfsaðilum Iceland Travel Tech 2023.

Í erindi sínu fara Ástþór og Sverrir yfir á hvernig megi með tæknilausnum létta starf bæði almennra starfsmanna og stjórnenda í ferðaþjónustu með því að þróa hugbúnaðarlausnir sem eru sérsniðnar að gistiaðilum, ferðaskrifstofum og nú nýlega bílaleigum og ferðaskipuleggjendum.

Í gegnum kynninguna sýna Sverrir og Ástþór áhugaverð dæmi um einstaklinga sem GODO hefur aðstoðað við að umbreyta fyrirtækjum sínum í krafti ferðatækninnar.

Trip Creator er annar af tveimur samstarfsaðilum Iceland Travel Tech 2023. Fyrirtækið hefur þróað tæknilausn sem tekur á öllum þeim mismunandi verkþáttum sem þeir sem vinna við ferðaskipulagningu þurfa að inna af hendi. Kerfið gefur starfsfólki fulla stjórn á öllum þáttum innan ferlisins, hvort sem það er ferðaáætlunin sjálf, verðlagning til viðskiptavina eða bókunarferlið.

Kynning Ásgeirs Fannars sýr að því að sýna fram á hvernig efla má starfsmenn með tæknilausnum sem eru byggðar til að hámarka ánægju viðskiptavina, eða með öðrum orðum, daglega starfsemi þeirra sem búa til ferðaáætlanir. Hann byrjar á því að kynna sjálfan sig og fyrirtækið aðeins og fer svo inn í kerfið sjálft, fer yfir reynslusögur og síðan um það sem Trip Creator er að þróa þessa daga.

Sweeply hefur hannað hugbúnað sem einfaldar samskipti og teymisvinnu og eykur sjálfvirkni í daglegum störfum almenns starfsfólks, stundum nefnt „deskless staff“, á gististöðum og fleiri sviðum ferðaþjónustu. Má þar t.d. nefna störf á borð við þrif og herbergjaþjónustu, viðhald, öryggismál o.fl. Notendur Sweeply í dag skipta þúsundum og fer fjölgandi.

Í erindinu deila Pétur Orri, forstjóri Sweeply, og Danel, forstjóri KEA Hotels, sögunni um innleiðingu og ferli hjá KEA Hotels. Þetta er saga um hvernig KEA Hotels fundu eða spöruðu 179 klukkustundir á aðeins einum mánuði á einu af hótelunum sínum. Er þar kominn titillinn á erindi þeirra, The Paradox of Choice eða Þversögn valsins en sparnaðurinn náðist með því að gefa gestum hótelsins, með sjálfvirkum hætti, aukið val um fyrirkomulag herbergjaþjónustu.

 

Sýndarveruleiki er framsækið nýsköpunar- og tæknifyrirtæki sem rekur 1238 Battle of Iceland, sýndarveruleikasýningu á Sauðárkróki sem segja má að taki upplifun á söguarfleiðinni skrefi lengra en venjulegt safn.

Í kynningu sinni fer Freyja Rut Emilsdóttir yfir hugmyndina að baki verkefninu. Sauðárkrókur og nærsveitir eru auðvitað þekkt fyrir ríka sögu og menningu og gnægð sögustaða. Við upphaf verkefnis var meginhugmyndin að búa til nýjan segul til að kynna Sauðárkrók og bæta áhugaverðum viðkomustað við þegar ríkulegt úrval af viðkomustöðum á Íslandi fyrir ferðamenn sem leita eftir að upplifa söguna. Og síðast en ekki síst var markmiðið að glæða Sturlungasögu og helstu atburði hennar lífi, bardaga sem lýsa má sem borgarastyrjöld sem kostaði Íslendinga sjálfstæði, sem tók 700 ár að endurheimta.

Glaze er að byggja lausn sem þeir telja að sé fljótlegasta leiðin til að taka við pöntunum og greiðslum frá viðskiptavinum. Enginn vélbúnaður, niðurhal og flóknar uppsetningar. Aðeins einföld leið til að svífa í gegnum daglegt amstur á sama tíma og viðskiptavinir fá ánægjulega notendaupplifun.

Arnþór Ingi segir að ástríða fyrirtækisins sé að reyna að ryðja úr vegi öllum þeim hindrunum sem eru fyrir starfsfólk til að taka við pöntunum. Oft þurfa gestir að bíða eftir að fá afgreiðslu vegna þess að starfsfólk er upptekið við að safna pöntunum frá öðrum gestum, taka við greiðslum, eða jafnvel við að laga prentara. Á meðan bíða gestirnir. Glaze telur að lausn þeirra gæti verið liður í að leysa þetta mál. Fyrirtæki geti bætt rekstur sinn með því að leyfa viðskiptavinum sínum að velja að gera sínar eigin pantanir og greiða sjálfir og gefa starfsfólkinu þá meiri tíma til að þjóna gestum.

Stjórnun og skipulagningu ferða fylgja margar áskoranir sem oft þarf að takast á við innan mjög knapps tímaramma. Pax Flow gerir ferðaskipuleggjendum kleift að hagræða rekstri með sjálfvirkum gagnadrifnu verkflæði og sjálfsafgreiðslu viðskiptavina sem sparar verulega tíma sem varið er í utanumhald með ferðinni og bætir upplifun viðskiptavina.

Í kynningu sinni útskýrir Soffía að í viðtölum við ferðaþjónustufyrirtæki um helstu áskoranir þeirra hefur hún heyrt það sama aftur og aftur. Allir eru í erfiðleikum með utanumhald með ferðum. Ástæðunnar sé að leita í því að undanfarinn áratug eða svo hafa ferðatæknifyrirtæki einbeitt sér fyrst og fremst að því sem lýtur að sölu og dreifingu og í raun ekki gefið því sem lýtur að ferðaskipulagningu nægan gaum. „Og við vitum öll að ánægja viðskiptavinarins snýst um heildar upplifunina. Og ef við getum ekki staðið við hana, þá er orðspor okkar í húfi.“

Í erindi sínu fjallar Steinar Atli um hvernig ferðaþjónusta hefur margar mismunandi tegundir fyrirtækja, svo sem hótel, bílaleigur, ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og svo framvegis. Þrátt fyrir að öll þessi fyrirtæki vilji vinna saman hefur verið flókið að deila birgðum og bóka hver hjá öðrum. Ástæðan liggur í fjölda kerfa á bak við hverja tegund starfsemi um sig. Hótelin ein og sér geta t.d. valið á milli 1.300 kerfa um allan heim.

Reserva Tours er byggt sem vettvangur, sem gerir mismunandi ferðaþjónustufyrirtækjum auðvelt að bóka, breyta og jafnvel hætta við bókanir úr hvaða samþættu bókunarkerfi sem er. Einnig fjallar Steinar Atli um fleiri tengdar lausnir sem Reserva býður upp á eða er með í pípunum.

TourDesk býður upp á alhliða ferðabókunarþjónustu fyrir gistiþjónustuaðila, sem gerir samstarfsaðilum kleift að bjóða gestum að bæta við upplifun sína, bóka á einfaldan og öruggan hátt og fá þóknun fyrir.

TourDesk hefur búið til nýtt tekjustreymi fyrir gistingu um allan heim og þannig skapað umtalsverð verðmæti fyrir aðila sem nota það, samhliða því sem gestir þeirra fá betri þjónustu. Fyrirtækið vinnur í dag fyrst og fremst með gistiaðilum en í raun hentar kerfið einnig ferðaskrifstofum, flugfélögum, áhrifavöldum o.fl. TourDesk gerir öllum kleift að bjóða gestum sínum ferðir og afþreyingu og vinna sér inn þóknun fyrir hverja bókun sem gerð er. Gestir þeirra ganga frá bókunum á eigin spýtur. Auk þess býður TourDesk upp á umboðslausn sem gerir starfsfólki í gestamóttökum og söluskrifstofum kleift að bóka ferðir beint fyrir gesti sína.

Í erindi sínu fjalla Hjalti og Tryggvi frá Datera um það hvort Chat-GPT væri frændi eða fjandmaður og framtíð leitarvélabestunar og textaskrifa í markaðssetningu fyrir ferðaþjónustu.

Fyrst skilgreindu þeir eða útskýrðu hvað gervigreind (AI) er en hún er allt í kringum okkur í dag og notkun hennar er ekkert nýtilkomin, ekki síst í ferðamarkaðssetningu. En koma Chat-GPT inn í myndina breytir í raun öllu. Vegna þess að það er náttúrulegt tungumálakerfi sem skilur mynstur og tengsl milli orða. Þetta þýðir að þú getur í raun farið fram og til baka og rætt eitthvað, aftur og aftur. Þess vegna eru áhrifin svo mikil á hvernig við vinnum með efni og leitarvélabestun. Tilkoma Chat-GPT hefur að mati þeirra möguleika á að breyta leikum og felur í sér gríðarleg tækifæri fyrir fyrirtæki innan íslenskrar ferðaþjónustu. En við þurfum að vita hvernig á að nota það og hvenær á að nota það.

Þóranna K. Jónsdóttir vinnur að stafrænum málum hjá The Engine, sem er hluti af Pipar/TBWA auglýsingastofu. Í erindi sínu fór Þóranna yfir þá hörðu samkeppni sem ríkir um hilli neytenda. Hegðun þeirra er ört að breytast og væntingar um persónulega upplifun fara vaxandi.

Kjarni markaðssetningar sagði Þóranna vera sérsniðin skilaboð (personalization) og þau fyrirtæki sem bara tala almennt til allra munu tapa gagnvart þeim sem leggja áherslu á sérsniðin skilaboð. Hér liggja tækifæri með aukinni sjálfvirknivæðingu því einn af kostunum við hana er að möguleikar til að sérsníða skilaboð aukast. En það er þó langt í frá eini kosturinn sem fylgir aukinni hagnýtingu tækninnar. Við getum líka sparað tíma og fyrirhöfn og samt náð betri árangri. Við fáum betri upplýsingar til að gera okkur kleift að taka betri ákvarðanir í viðskiptum okkar, minni hætta er á villum og þar með mistökum í markaðssetningu. Þóranna kom inn á fjölmörg tól og aðgerðir sem standa til boða í þessu sambandi og spennandi að sjá hvaða möguleika ChatGPT mun opna.

Hugmyndin á bak við Keeps var að útbúa tól sem myndi útrýma því handvirka og tímafreka ferli felst í því að hlaða upp og uppfæra efni á mismunandi sölurásum. Í kynningu sinni byrjuðu Guðrún og Nína á því að leggja áherslu á mikilvægi ljósmynda í ferðamarkaðssetningu því þegar ferðalangar fara t.d. að leita að hóteli til að dvelja á í fríinu, þá eru myndir númer eitt í ákvörðunarferlinu.

Þannig er bæði nauðsynlegt að hafa myndir af góðum gæðum og þær verða að vera samræmdar á öllum sölurásum eða bókunarsíðunum því fólk skoðar sama aðila á mismunandi stöðum og við þurfum að geta byggt upp traust til ferðamannsins. Þeir verða að vita að þetta er það sem þeir munu fá. Allir sem starfa í ferðaþjónustu kannast við hversu tímafrekt getur reynst að uppfæra allar þessar rásir en með Keeps geturðu uppfært allar sölurásir í einu og haldið sama gæðaefninu uppfærðu á öllum stöðum.

Lokaorð Iceland Travel Tech 2023 komu frá Signe Jungersted, framkvæmdastjóra og stofnaðila nýsköpunar- og stefnumótunarsamtakanna NAO í Danmörku. Yfirskrift erindis hennar var: Ferðaþjónusta - Týnd í geimnum?

Þátttakendur á sýningu Travel tech 2023

Bakhjarlar

  

Gull

   

 

 Silfur

 

Brons

Frumkvöðlar