Fara í efni

Útgáfa: Norræn ferðamálastefna til 2030

Skýrsluhöfundar telja að Norðurlöndin eigi eftir að auka framleiðni í ferðaþjónustu með nýsköpun og …
Skýrsluhöfundar telja að Norðurlöndin eigi eftir að auka framleiðni í ferðaþjónustu með nýsköpun og stafrænum lausnum

Norræna ráðherranefndin kynnti nýverið sameiginlega ferðamálastefnu til 2030.

Skýrslan, sem ber heitið Norræna ferðamálastefnan 2025 - 2030, er ætlað að gera Norðurlöndunum kleift að starfa eftir sameiginlegum markmiðum. Hún er stefnumótandi og heyrir undir Vision 2030, samstarf Norðurlandanna í atvinnumálum

Ebba Busch, formaður ráðherranefndarinnar, segir í formála að grundvallaratriðin séu þrjú:

  1. Sjálfbærni verður að umlykja hvert skref áfram
  2. Nýsköpun og stafræn væðing þarf að knýja samkeppnishæfni greinarinnar
  3. Samstarf yfir landamæri verður að styrkja norrænt samfélag

Hægt er að nálgast skýrsluna á vefsíðu Norræna samstarfsins.