Útgáfa: Norræn ferðamálastefna til 2030
07.04.2025

Skýrsluhöfundar telja að Norðurlöndin eigi eftir að auka framleiðni í ferðaþjónustu með nýsköpun og stafrænum lausnum
Norræna ráðherranefndin kynnti nýverið sameiginlega ferðamálastefnu til 2030.
Skýrslan, sem ber heitið Norræna ferðamálastefnan 2025 - 2030, er ætlað að gera Norðurlöndunum kleift að starfa eftir sameiginlegum markmiðum. Hún er stefnumótandi og heyrir undir Vision 2030, samstarf Norðurlandanna í atvinnumálum
Ebba Busch, formaður ráðherranefndarinnar, segir í formála að grundvallaratriðin séu þrjú:
- Sjálfbærni verður að umlykja hvert skref áfram
- Nýsköpun og stafræn væðing þarf að knýja samkeppnishæfni greinarinnar
- Samstarf yfir landamæri verður að styrkja norrænt samfélag
Hægt er að nálgast skýrsluna á vefsíðu Norræna samstarfsins.