Fara í efni

Útgefin ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til 2030

Pétur Óskarsson formaður SAF, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu, Lilja Dögg Alfreðsdótti…
Pétur Óskarsson formaður SAF, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.

Þann 21. júní 2024 samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Ferðamálastefnan, og aðgerðaáætlun hennar, hefur nú verið gerð aðgengileg með sérstakri útgáfu sem kynnt var á fjölmennu útgáfuhófi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar síðasliðinn föstudag.

Stefnan og aðgerðaáætlun var unnin í náinni samvinnu við atvinnulíf, grasrót og fagfólk úr ólíkum geirum en í kringum 100 einstaklingar höfðu beina aðkomu að gerð þingsályktunartillögu sem stefnan byggir á og ætla má að yfir þúsund haghafar hafi sett mark sitt á hana í samráðsferlinu.

Sjá nánar í frétt á vef menningar og viðskiptaráuneytisins

Framgangur aðgerðaáætlunar

Aðgerðir ferðamálastefnu eru alls 43 talsins og hér á vef Ferðamálastofu hefur verið sett um sérstök síða þar sem gerð grein fyrir hverri og einni aðgerð. Verður hún uppfærð eftir því sem aðgerðum vindur fram en þær fyrstu eru þegar komnar til framkvæmda.