Fara í efni

VAKINN - fjarnámskeið í febrúar

VAKINN - fjarnámskeið í febrúar

Næstu fjarnámskeið um VAKANN verða haldin mánudaginn 17 febrúar. Um er að ræða þrjú námskeið; almenn innleiðing á VAKANUM, gerð öryggisáætlana og umhverfiskerfi VAKANS.

Tímasetningar verða sem hér segir:

  • Almenn innleiðing á VAKANUM kl. 09:00
  • Gerð öryggisáætlana kl. 11:00
  • Umhverfiskerfi VAKANS kl. 14:00. 

Skráning er til kl. 12:00 föstudaginn 14. febrúar

Við hvetjum alla ferðaþjónustuaðila til að taka þátt og bendum á að þátttaka er endurgjaldslaus.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir námskeiðunum í samstarfi við VAKANN. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur skrá sig á netfangið sirry@nmi.is.  Gefa skal upp nafn, netfang, heiti fyrirtækis og símanúmer. Mikilvægt er að fólk taki fram á hvaða námskeið það er að skrá sig. Þátttakendur fá senda til baka slóð í tölvupósti sem þeir nota til að skrá sig inn á fundina. Fræðslan er hugsuð jafnt fyrir þá sem þegar hafa sótt um þátttöku í VAKANUM og eru að huga að innleiðingu og þá sem hyggja á umsókn. Lágmarksfjöldi til að hver fundur verði haldinn er 5 manns, hámarksfjöldi þátttakenda á hverjum fundi eru 15 manns en bætt verður við námskeiðum eftir þörfum.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sirry@nmi.is. sími 522 9462. Fólki er velkomið að hafa samband við Sigríði vegna aðstoðar við aðra þætti í VAKANUM og eins ef umræddir tímar henta ekki viðkomandi og verður þá unnið í að setja upp fleiri námskeið.

www.vakinn.is